sunnudagur, 8. febrúar 2009

Pravda

Það skildi þó aldrei fara svo að maður kæmist ekki á síður Prövdu, að vísu ekki þeirrar einu og sönnu í gamla Sovét sem í heiti sínu kvaðst aðeins flytja sannleikann, en þó allavega í nöfnu hennar í Slóvakíu, sem enn kemur út. Sjá hér.

Eins og fleiri hef ég þurft að sinna því alþjóðlega fjölmiðlastóði sem hingað hefur flotið í stríðum straumum til að flytja fjárhagslegar hamfarafréttir. Margt er þar misjafnt sagt og stundum athyglisvert hvernig ólíkir miðlar í mismunandi löndum segja frá ástandinu, á því getur verið afar mikill munur.

Því miður skil ég ekki slóvensku svo ég átta mig engan vegin á hvernig þeir hjá Sannleikanum í Slóvakíu matreiða fréttina.