föstudagur, 31. október 2008

Hraðleið í skjól evru

Í gær og í dag hef ég flutt fyrirlestra um hvernig unnt væri að koma krónunni í skjól evrunnar á mun skemmri tíma en áður hefur verið talið - þar að segja inn í ERM II gengiskerfið sem nýtur bakstuðnings Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Ég tek fram að íslensk stjórnvöld hafa ekki lýst áhuga á þessum möguleika svo hér er einvörðungu um fræðilegar vangaveltur að ræða.

Í gær flutti ég um þetta erindi á málþingi sem HÍ, HR og Bifröst héldu saman í Norræna húsinu undir heitinu Framtíð Ísland í samfélagi þjóðanna. Glærur hér.

Í morgun ræddi ég svo nokkuð ítarlegar um evrumálin á fundi Eflingar-stéttarfélags á Hótel Hamri. Glærur hér.

Ríkisútvarpið sagði frétt af þessum hugmyndum í hádeginu í gær, fréttin í texta er hér, í hljóði hér.

miðvikudagur, 29. október 2008

Velkomin á fætur

Utanríkisráðherra fór í viðamikla heilaskurðaðgerð í New York skömmu áður en allt fór til fjandans í efnahagslífi landsins. Kannski fékk hún fréttirnar af ástandinu svona þegar hún vaknaði úr svæfingunni:

"Kæra frú, aðgerðin gekk vel en það eru hins vegar svolitlar fréttir af landinu þínu. Fjármálakerfið er í rúst, allir bankarnir gjaldþrota, þjóðin raunar öll á barmi gjaldþrots ef út í það er farið. Svo er víst búið að veðsetja hverja fjölskyldu um marga tugi milljóna samkvæmt nýjustu fréttum. Þessu til viðbótar hafa Bretar sett á ykkur hryðjuverkalög og æra þjóðarinnar fótum troðin og horfin um langan aldur. Að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel. Vertu velkomin á fætur."

þriðjudagur, 21. október 2008

Samúðarfullir slóvenar

Kominn til Slóveníu, er í gestakennslu við Ljubljana háskóla þessa vikuna. Flestir sem ég hitti hafa boðið mér einhvers konar fátæktaraðstoð, - með einlæga samúð í augum.

Í morgun bauð ungur nemandi minn mér upp á kaffi. Sem ég þáði auðvitað með þökkum.

Ég á að kenna hnattvæðingu, en einu spurningarnar sem ég fæ eru um Ísland.

Annars er þetta svolítið merkilegt, vinir og kollegar víðsvegar um lönd hafa haft samband við mig út af Íslandskrísunni til að grenslast fyrir um hagi mína, hvort við þurfum á einhverri aðstoð að halda. Á undanförnum árum hef ég haft ýmislegt saman að sælda við kollega mína í Danmörku og ávallt verið í sambandi við gamla skólafélaga í Kaupmannahöfn. Þaðan hefur hins vegar hvorki heyrst hósti né stuna frá því að vandræðin byrjuðu.

laugardagur, 18. október 2008

Norska krónan

Allt fram að hruni fjármálakerfisins hér innanlands hafði mér þótt hugmynd Þórólfs Matthíassonar að taka upp norsku krónuna heldur langsótt. Nú er hins vegar endanlega komið á daginn að íslenska krónan er ekki lengur trúverðugur kostur til langframa, smæðar sinnar vegna.

Því væri kannski ekki svo fráleitt að hefja umleitanir við norsk stjórnvöld um einhvers konar myntbandalg, undir forystu Noregsbanka. Í því fellst ekki neitt framsal fullveldis, ég minni á að fyrir tilkomu evrunnuar var Lúxembúrg í þess háttar myntsamstarfi við Belgíu.

Í slíku samstarfi væri vel hægt að gefa út seðla og mynt fyrir hvort land fyrir sig.

BBC Scotland

Í morgun var viðtal við mig á BBC Scotland, í þættinum NewsWeek, sem er þáttur um fréttir vikunnar og er sendur út kl. 8 á laugardagsmorgnum. Þátturinn er hér.

Á morgun verð ég svo í viðtali við ríkisútvarpið á Isle of man, í þætti sem heitir Sunday opinion og er í hádeginu.

föstudagur, 17. október 2008

Fleiri bréf frá Bretlandi

Bréfin frá Bretlandi hafa flest verið afar jákvæð þar sem hlýhug er lýst í garð Íslendinga. Hér er til að mynda eitt:

Dear Professor Bergmann Einarsson

I read your letter printed in the UK daily Mail recently.

The political handling of these matters has been very inept here and I agree with you that our wretched Chancellor, Alastair Darling, must have known what the effects of his words would be on the fate of your Kaupthing Bank. Even worse, to use anti -terrorism laws against a friendly country in the way that the even more wretched Gordon Brown did, was totally unnecessary and indeed shameful. I can only conclude that in a desperate attempt to assist his sinking reputation, he thought that this may distinguish him as a decisive man of action, in fact it showed him to be desperate , intemperate, and stupidly oblivious to the consequences.

There is no doubt that greedy gamblers, I will not dignify their activities by referring to banking, have wreaked huge damage worldwide. Although Iceland has a small number of these individuals, undoubtedly we in the UK have many more.

I have never been to Iceland but those of my friends and relations who have tell me that it is a fine country with a very welcoming populace. I am sure that this is the case and I want you to know that nobody that I know has the least feeling of ill will towards you and your countrymen and women. For myself I am deeply ashamed by the use of anti terrorist laws against you and for what it is worth, I offer my apologies.

May I send you warm greetings from the UK and the wish that all of us can return to normal financial life very soon ?

Yours Sincerely

Michael F.Grasham
London

fimmtudagur, 16. október 2008

Boo

Í kjölfar greina minna í Bretlandi fyrr í vikunni hef ég fengið fjölmörg skeyti frá lesendum sem hafa lýst hlýhug í garð Íslendinga. Nú rétt áðan kom fyrsta SMS-skeytið, tónninn í því er eilítið öðru vísi. Stutt og laggott, svona:

„Boo"

Sendandinn gaf ekki upp nafn en skeytið kom úr númerinu: + 447861213620. Kannski sá sé einn af þeim sem hafa ritað í athuagasemdakerfið við greinarnar í Guardian.

Svipmynd af gjaldeyrisskorti

Gjaldeyrisskorturinn tekur á sig ýmsar myndir. Ég er að fara til útlanda á mánudag, þar að segja ef mér tekst að finna gjaldeyri.

Peningayfirvöld hafa nú sett ýmis skilyrði fyrir afgreiðslu gjaldeyris, ekki má kaupa fyrir meira en ISK 50þ og svo þarf að hafa farseðil meðferðis.

Með þessar upplýsingar og rétt gögn skokkaði ég út í útibú Landsbankans við Hagatorg og rétt slapp inn fyrir lokun, ætlaði að taka út skammtinn minn í evrum. En viti menn, þegar ég dró upp debitkortið mitt frá Glitni harðneitaði gjaldkerinn að afgreiða mig um gjaldeyri. Hann væri aðeins ætlaður þeim sem eru í stöðugum viðskiptum við Landsbankann.

Getur þetta verið löglegt?

Umræður í Guardian

Ég botna orðið voðalega lítið í þessu, en svo virðist sem greinarnar mínar í Guardian séu að verða vettvangur umræðna milli Íslendinga og Breta, - allavega sumra.

Báðar eru nú á topp tíu viðhorfsgreina í vefútgáfu blaðsins, sú fyrri er enn í fyrsta sæti en sú síðari í sjöunda sæti.

Það er enn hægt að skrifa athugasemdir við þær báðar.

miðvikudagur, 15. október 2008

Iceland: Britain's unlikely new enemy - segir BBC

Ingibjörg Þórðardóttir, íslenskur blaðamaður sem hefur starfað hjá BBC í London um langt árabil að mér skilst, ritar áhugaverða grein BBC News Magazine þar sem hún vitnar meðal annars í grein mína í Guardian í fyrradag og fleiri ummæli Íslendinga.

Grein hennar nefnist:

Iceland: Britain's unlikely new enemy

Bréf vegna greinar í Daily mail

Ég hef fengið nokkur viðbrögð vegna greina minna í bresku blöðunum undanfarið. Hægt er að skrifa athugasemdir við greinarnar í Guardian á netinu. Fyrri greinin, sem hefur verið á forsíðu vefútgáfu Guardian nú í tvo daga, er enn sú mest lesna og með flestum athugasemdum, 557 talsins. Greinin í Daily mail í gær birtist einungis í prentaðri útgáfu blaðsins en eigi að síður hef ég fengið töluverð viðbrögð frá breskum lesendum í tölvupósti, sem þeir hafa einhvers staðar grafið upp. Skemmtilegt að segja frá því að þau eru öll afar vinsamleg í garð okkar Íslendinga. Læt hér fylgja þrjú bréf úr safninu:

--------------------------

Sir, re your letter to Daily Mail 14/10/08. :

I just want to say to you that I hope that the people of Iceland and Great Britain can continue to be good friends.

I certainly don't have bad feelings towards them. Mr. Brown, (A dreadful PM) using terrorist laws against Iceland is, I feel, a great insult and an abuse of that Terrorism Act. We all need calm and friendship and some understanding. Not knee jerk reactions designed to save a poorly performing PM's career.

The acts of some greedy business people in each country should not be allowed to bring any animosities between 'ordinary' folk. I want you to convey my feelings to your fellow countrymen and women. It is a truism that there's good and bad in every land. May I extend a hand of friendship to the good people of Iceland.

Cordially,

Geoff Hill, Manchester, UK

---------------------------

Dear Eirikur

I saw your letter in today's "Daily Mail", and making a web search I seeyou have been energetic in putting forward a view.

A few years ago I was able to spend 3 months at University of Iceland onan academic research project, and as a consequence of having spent sometime in Iceland know a little more about Iceland than most Brits (thoughI'm sure still just a little). I brought my own car to Iceland via Shetland and Faroes, and the freedom of movement this gave me helped mesee both Iceland and Icelanders. As a result I'm reacting with horror tothe problems which have flared up between Britain and Iceland, and withshock at the economic difficulties now facing Iceland.

The political climate in Britain at the moment seems as much aroller-coaster as the financial markets, and I don't think that mostBrits have come to a view on what they think about the present issueswith Iceland. Presumably British savers will get their money, so thisissue is likely to be a short-lived news story. The issues facingcouncils will be sorted and forgotten. That anti-terrorist legislationwas used to seize Icelandic assets would usually be front page news, butwith the volume of news of recent weeks I doubt if many on the streetsare even aware of it - in no time it too will be forgotten. Thechallenge now I suggest is to build a positive way forward for bothBritain and Iceland.

Best wishes, Graeme


----------------------

Hi

today i have read the Daily Mail and noticed your letter, can i assure you that the 'ordinary' UK citizen does not view the Icelandic people or state as terrorists, we are all unfortunately caught up in the current global economic turmoil and our government has a tendency to use its many powers indiscriminately wishing all the best to yourself and your nation

with regards

Paul Haley

þriðjudagur, 14. október 2008

Forced into Russia's arms - ný grein í Guardian

Augu Breta eru enn á Íslandi. Ritstjóri viðhorfsgreina hjá Guardian var svo ánægður með viðbrögðin við greininni sem birtist í gær að hann bað um aðra. Ég ákvað að taka örlítið annan pól í hæðina í dag. Minni á að það er hægt að rita athugasemdir undir greinina.

Nýja greinin er hér.

My Darling Brown - grein mín í Daily mail í dag

Í dag birstist eftir mig aðsend grein í breska blaðinu The Daily mail, bls. 58. Ég kann ekki að finna hana á netinu, er líkast til aðeins í blaðinu sjálfu, en hún fer hér á eftir.

(Bendi einnig á grein mína í Guardian í gær, Frozen out, en hún er nú mest lesna greinin á viðhorfssíðu blaðsins, við hana hafa verið skrifaðar flestar athugsemdir, 276 talsins. Enn er hægt að kommenta á greinina.)


My Darling Brown
,
As most Icelanders I am a great fan of Britain, travel to London few times a year to visit our friends, watch English football regularly and follow English media every day from my home in Reykjavik. Here in the cold country up north we have been facing a financial crisis, so gigantic that every household in fact faced bankruptcy had nothing be done about it.
,
Now, it is clear to any one with open eyes, that a handful of reckless businessmen have risked the whole nation in their quest for personal wealth abroad, as is it clear that the Icelandic financial regulatory authority has failed to regulate the huge Icelandic banks and our government responded shamefully late to the problem. Then the global financial crisis hit Iceland’s shores.
,
The three main private banks in Iceland accounted for half of the economy. The first to default was Glitnir, then Landsbanki. Kaupthing, the by far the largest of the three, however still stood tall and it seemed, for a while, that the bank would stand the storm. Kaupthing was Iceland’s only hope.
,
Then, in the midst of the current financial crisis, this Darling, the UK finance minister, dared to start a run on Iceland‘s only bank still standing, with his dangerous comment, that Iceland would not pay. Mr. Alistair Darling is the finance minister of the United Kingdom; nobody can convince me he did not know what effect his words would have. Instantly, of course, Kaupthing collapsed, with devastating consequences, not only for the whole Icelandic economy but also hundreds of thousands of UK citizens that have trusted these banks with their savings.
,
Let me say this again, the run on Kaupthing, that finally put the Icelandic economy to the grave, perhaps for a decade to come, was caused by Mr. Darling. Now, as this would not be enough, the Prime Minister, Mr. Gordon Brown, used newly issued terrorist laws to deepfreeze the rest of Icelandic business in the UK. In the eyes of Brown Icelanders are terrorists!
,
This did not only come as a shock to me and all my fellow countrymen, but also to most of my friends in the UK that have been trying to convince me that his cruel rhetoric is only meant for internal use, that his government is so weak that he has felt it necessary to turn on someone weaker to regain his strength in UK politics. That is in fact the same as the bully in my school used to do every time he felt threatened.
,
On top of everything, after driving the last Icelandic bank in to the ground, Brown the bully, now threatens to take legal actions against Iceland for not honoring its obligations. I would assume a few Icelanders might also like to look in to the legal option as it is clearly criminal to start a run on a financial institution in crisis.
,
Anyhow, I sincerely hope that Mr. Brown’s feelings towards the people of Iceland are not shared with all the UK population.
,
The Daily mail, October 14, 2008.

mánudagur, 13. október 2008

Frozen out - grein mín í Guardian

Breska blaðið Guardian bað mig um að rita grein um ástandið á Íslandi og afstöðu okkar í deilunni við Breta.

Greinin hefur nú birst í vefútgáfu Guardian og er hér.

Vek athygli á að það er hægt að skrifa komment við greinina.

sunnudagur, 12. október 2008

Skaðræðisklúður

Nú um helgina hafa vinir mínir víða um lönd hringt hver á eftir öðrum áhyggjufullir og spurt hvort ég og fjölskylda mín hafi enn nóg að bíta og brenna, samkvæmt fréttum sé hér allt á vonarvöl, upplausn í samfélaginu, fjöldaatvinnuleysi, jafnvel hungur. - Semsé algjört og endanlegt hrun!

Það er með hreinum ólíkindum, hvað íslensk stjórnvöld hafa verið slöpp við að bregðast við þeim ógurlega ímyndarskaða sem Ísland hefur þurft að þola liðina viku, skaða sem ekki verður bættur næstu árin, fyrst ekki var brugðist við af öllum mætti. Því er það ábyrgðarhluti hvað lítið hefur verið gert til að mæta skaðræðisvél bresku götupressunnar sem hefur áhrif út um allan heim.

Hrikalegt PR-klúður.

Rétt í þessu hafði vinur minn í Ljubljana samband, hafði verið að lesa Daily mail og fékk af lestrinum áhyggjur af því að ég ætti enn í matinn, bauðst til að aðstoða eins og hann gæti.

Ég reyndi að róa hann, sagði að við værum sosum alveg í lagi. En það er allavega gott að eiga vini einhvers staðar.

föstudagur, 10. október 2008

Förum í hart

Breska ríkisstjórnin er komin út yfir allt velsæmi í aðgerðum og ummælum sínum gegn Íslandi.

Þrátt fyrir allt og hvað sem klaufagangi íslenskra peningamálayfirvalda líður þá var það nú samt fjármálaráðherra Breta, Alistair Darling, sem setti af stað áhlaup á Kaupþing svo bankinn fór að lokum í þrot. Hann mátti vita hvaða áhrif ummæli hans myndu hafa í því tvísýna ástandi sem uppi var. Svo bætti forsætisráðherrann um betur og setti á okkur hryðjuverkalög! Og nú hóta þeir málsókn ofan á allt saman.

Held að það sé kominn tími til að fara í hart í málinu, enda er sókn yfirleitt besta vörnin í svona ríkjadeilum eins og sannaðist í þoskastríðunum. Nú er þetta orðið PR-stríð. Það erum við sem eigum að hóta málsókn á þeirra hendur og nýta alþjóðapressuna sem hér er til að svara fullum hálsi.

fimmtudagur, 9. október 2008

Hver fimm manna fjölskylda skuldar hundrað milljónir

Breska blaðið Daily mail segir að hver Íslendingur, hver karl, kona og barn, skuldi 116,000 pund í útlöndum. Það gera 22 milljónir og 300 þúsund krónum betur miðað við að pundið kosti 200 krónur, sem er kaupverð Landsbankans núna.

Við litla fjölskyldan á Nesveginum skuldum semsé góðar 100 milljónir króna í útlöndum vegna ævintýra útrásarvíkinganna. Samt hef ég aldrei nokkurn tíman tekið lán í útlöndum.

Og þá erum við nota bene aðeins að tala um erlendar skuldir, ekki allt draslið sem fólk skuldar hér innanlands.

Svo mikið er víst, að ég er ekki borgunarmaður fyrir þessu.

þriðjudagur, 7. október 2008

Soldið merkilegt

Kommúnisminn dó fyrir tæpum tuttugu árum, nánar tiltekið þegar Berlínarmúrinn hrundi í beinni útsendingu að kveldi 9. nóvember 1989.

Frjálshyggjan dó svo í gær, þegar vestrænar Kauphallir hrundu með brauki og bramli, líka í beinni útsendingu. Hin ósýnilega hönd markaðarins var lömuð.

Og nú eru Rússarnir komnir til bjargar, með fúlgur fjár í eldgömlum kaupfélagspoka.

mánudagur, 6. október 2008

Verðbætur verði snöggfrystar

Búast má við óðaverðbólgu í kjölfarið falli krónunnar og hruni íslenska fjármálakerfisins á næstunni. Gera má ráð fyrir að verðtryggðar skuldir vaxi fram úr greiðslugetu ansi margra heimila.

Því hefur mig undrað, að í allri þeirri umræðu sem fram hefur farið undanfarnar klukkustundir, hefur ekkert verið minnst á hvort ríkisstjórnin ætli að tryggja að verðbætur verðtryggða skulda hér á landi verði frystar, til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot innanlands samfara snarhækkandi lánum.

Þetta er afar brýnt að gera og verður vonandi gert í tengslum við heimild Íbúðalánasjóðs að taka húsnæðislán bankanna yfir. Því væri gott ef einhver áræðinn fréttamaður myndi taka að sér að spyrja ríkissjórnina um þetta atriði.

Botninn suður í Borgarfirði

Málsmetandi menn hafa undanfarið misseri þrástagast á að botninum sé náð, í hvert sinn sem krónan og hlutabréfin falla í verði.

Þó veit enginn hvort svo sé.

Annars er þessi blessaði botn svolítið eins og hjá Bakkabræðrum forðum, - kannski hann sé enn suður í Borgarfirði.

föstudagur, 3. október 2008

Sísona

Jú, það er virkilega gaman að koma hingað til Gdansk, þessarar sögufrægu borgar sem enn er kennd við Samstöðu, borgarinnar sem hóf lokaandófið gegn Sovétskipulaginu árið 1980, borg rafvirkjans Lech Walesa sem ásamt félögum sínum í Lenín-skipasmíðastöðinni í slipnum hér úti við Eystrasalt bauð kommúnismanum birginn löngu áður en það mátti.

Já, það er sannarlega stóráhugavert að koma hingað. Eini vandinn er sá að íslenska krónan er hrunin. Ríkisstjórnin hvatti krónuræfilinn upp á hæsta pall í óráðsþenslu, þar sem hún dúaði í stutta stund áður en hún stakk sér í glæsilega dýfu fram af stökkpallinum. Seðlabankinn klappað krónugreyinu á koll eins og stolt foreldri en áttaði sig ekki á að það er ekkert vatn í sundlauginni, ekkert til að taka fallið af flotkrónunni þegar hún brotlendir á botninum. En semsé, að öðru leyti er reglulega gaman að vera komin til Póllands.

Farinn til Póllands

Einhvern tíman var staðan sú að Pólverjar hópuðust til Íslands til að vinna sér inn dýrmætar íslenskar krónur, sem um tíma glóðu eins og skíragull, krónur sem duglegt verkafólk gat sent heim til snauðra fjölskyldna sem húktu í mígleku skjóli zlotýsins heima í Póllandi.

En nú er þetta ögn breytt, nú gengur Íslendingurinn um götur gömlu Samstöðu með vitagagnslausar íslenskar krónur í vasanum, krónu sem hefur fallið um helming gagnvart pólska zlotýinu á innan við ári, krónu sem hefur brennt slík skaðræðisgöt á alla íslenska vasa að maður hefur tæpast efni á sæmilegu kartöflugúllasi á miðlugs matsölustað. Sannast sagna svíður manni í nárann undan glóðum krónunnar í hverju einasta skrefi hér ytra.

Verzlunarstríð

Ætli ég hafi ekki verið fjórtán ára, eða þar um bil, þegar ég opnaði fyrst reikning í Verzlunarbankanum niðri á BSÍ og lagði stoltur inn sumarhýruna til ávöxtunar. Svo varð Verzlunarbankinn að Íslandsbanka, seinna bættist FBA við og loks varð allt klabbið að Glitni.

Fyrir helgi átti ég í viðskiptum við Jón Ásgeir og félaga en nú er það víst Davíð Oddson sem á að gæta peninganna minna. Honum hefur þó að vísu ekki farist það neitt sérstaklega vel úr hendi undanfarið í Seðlabankanum. Þúsund kallinn sem ég átti í fyrra er nú aðeins fimm hundruð króna virði í útlöndum.

Lén í stríði stórvelda

Og nú erum við öll svolítið eins og lén í langdregnu stríði tveggja lénsherra. Forsagan er einhvern vegin svona: Frjálshyggjukenningin hans Hannesar sagði að það ætti að einkavæða bankana ásamt öllu hinu og gamla góða heildsalaveldið átti að fá þá. En allt í einu og hreint alveg óforvarindis spratt upp úr kjallara við Skútuvoginn síðhærður drengur sem yfirbauð heildsalaklíkuna og keypti til sín Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA) öllum að óvörum.

Valhöll þótti nú ekki gott að ótýndur götustrákur, eins og forsætisráðherrann kallaði hann, kæmist yfir banka. Og síðan spruttu upp deilur. Ógnardeilur. Munið þið þrjú hundruð milljónirnar? Og dómsmálin endalausu?

En drengur þessi fór víst fullgeyst í áhættufjárfestingum í útlöndum. Svo kom alþjóðleg fjármálakrísa og bankinn rauði lenti í vandræðum, vantaði skyndilega fleiri evrur en nokkur maður hefur hefur nokkurn tíman séð, til að borga skuldunautum í útlöndum. Þá steig Davíð einfaldlega níður úr svörtuloftum og hirti bankann fyrir slikk. Og þar með var búið að þjóðnýta FBA á nýjan leik. Bara sísona. Og allt í einu, eins og hendi væri veifað, er 1980 aftur komið til Íslands. Pólland er hins vegar enn á fleygiferð inn í nýja öld.

24 stundir, 3. október 2008