fimmtudagur, 16. október 2008

Svipmynd af gjaldeyrisskorti

Gjaldeyrisskorturinn tekur á sig ýmsar myndir. Ég er að fara til útlanda á mánudag, þar að segja ef mér tekst að finna gjaldeyri.

Peningayfirvöld hafa nú sett ýmis skilyrði fyrir afgreiðslu gjaldeyris, ekki má kaupa fyrir meira en ISK 50þ og svo þarf að hafa farseðil meðferðis.

Með þessar upplýsingar og rétt gögn skokkaði ég út í útibú Landsbankans við Hagatorg og rétt slapp inn fyrir lokun, ætlaði að taka út skammtinn minn í evrum. En viti menn, þegar ég dró upp debitkortið mitt frá Glitni harðneitaði gjaldkerinn að afgreiða mig um gjaldeyri. Hann væri aðeins ætlaður þeim sem eru í stöðugum viðskiptum við Landsbankann.

Getur þetta verið löglegt?