mánudagur, 6. október 2008

Botninn suður í Borgarfirði

Málsmetandi menn hafa undanfarið misseri þrástagast á að botninum sé náð, í hvert sinn sem krónan og hlutabréfin falla í verði.

Þó veit enginn hvort svo sé.

Annars er þessi blessaði botn svolítið eins og hjá Bakkabræðrum forðum, - kannski hann sé enn suður í Borgarfirði.