mánudagur, 6. október 2008

Verðbætur verði snöggfrystar

Búast má við óðaverðbólgu í kjölfarið falli krónunnar og hruni íslenska fjármálakerfisins á næstunni. Gera má ráð fyrir að verðtryggðar skuldir vaxi fram úr greiðslugetu ansi margra heimila.

Því hefur mig undrað, að í allri þeirri umræðu sem fram hefur farið undanfarnar klukkustundir, hefur ekkert verið minnst á hvort ríkisstjórnin ætli að tryggja að verðbætur verðtryggða skulda hér á landi verði frystar, til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot innanlands samfara snarhækkandi lánum.

Þetta er afar brýnt að gera og verður vonandi gert í tengslum við heimild Íbúðalánasjóðs að taka húsnæðislán bankanna yfir. Því væri gott ef einhver áræðinn fréttamaður myndi taka að sér að spyrja ríkissjórnina um þetta atriði.