þriðjudagur, 7. október 2008

Soldið merkilegt

Kommúnisminn dó fyrir tæpum tuttugu árum, nánar tiltekið þegar Berlínarmúrinn hrundi í beinni útsendingu að kveldi 9. nóvember 1989.

Frjálshyggjan dó svo í gær, þegar vestrænar Kauphallir hrundu með brauki og bramli, líka í beinni útsendingu. Hin ósýnilega hönd markaðarins var lömuð.

Og nú eru Rússarnir komnir til bjargar, með fúlgur fjár í eldgömlum kaupfélagspoka.