föstudagur, 31. október 2008

Hraðleið í skjól evru

Í gær og í dag hef ég flutt fyrirlestra um hvernig unnt væri að koma krónunni í skjól evrunnar á mun skemmri tíma en áður hefur verið talið - þar að segja inn í ERM II gengiskerfið sem nýtur bakstuðnings Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Ég tek fram að íslensk stjórnvöld hafa ekki lýst áhuga á þessum möguleika svo hér er einvörðungu um fræðilegar vangaveltur að ræða.

Í gær flutti ég um þetta erindi á málþingi sem HÍ, HR og Bifröst héldu saman í Norræna húsinu undir heitinu Framtíð Ísland í samfélagi þjóðanna. Glærur hér.

Í morgun ræddi ég svo nokkuð ítarlegar um evrumálin á fundi Eflingar-stéttarfélags á Hótel Hamri. Glærur hér.

Ríkisútvarpið sagði frétt af þessum hugmyndum í hádeginu í gær, fréttin í texta er hér, í hljóði hér.