laugardagur, 18. október 2008

Norska krónan

Allt fram að hruni fjármálakerfisins hér innanlands hafði mér þótt hugmynd Þórólfs Matthíassonar að taka upp norsku krónuna heldur langsótt. Nú er hins vegar endanlega komið á daginn að íslenska krónan er ekki lengur trúverðugur kostur til langframa, smæðar sinnar vegna.

Því væri kannski ekki svo fráleitt að hefja umleitanir við norsk stjórnvöld um einhvers konar myntbandalg, undir forystu Noregsbanka. Í því fellst ekki neitt framsal fullveldis, ég minni á að fyrir tilkomu evrunnuar var Lúxembúrg í þess háttar myntsamstarfi við Belgíu.

Í slíku samstarfi væri vel hægt að gefa út seðla og mynt fyrir hvort land fyrir sig.