Breska blaðið Daily mail segir að hver Íslendingur, hver karl, kona og barn, skuldi 116,000 pund í útlöndum. Það gera 22 milljónir og 300 þúsund krónum betur miðað við að pundið kosti 200 krónur, sem er kaupverð Landsbankans núna.
Við litla fjölskyldan á Nesveginum skuldum semsé góðar 100 milljónir króna í útlöndum vegna ævintýra útrásarvíkinganna. Samt hef ég aldrei nokkurn tíman tekið lán í útlöndum.
Og þá erum við nota bene aðeins að tala um erlendar skuldir, ekki allt draslið sem fólk skuldar hér innanlands.
Svo mikið er víst, að ég er ekki borgunarmaður fyrir þessu.