fimmtudagur, 16. október 2008

Umræður í Guardian

Ég botna orðið voðalega lítið í þessu, en svo virðist sem greinarnar mínar í Guardian séu að verða vettvangur umræðna milli Íslendinga og Breta, - allavega sumra.

Báðar eru nú á topp tíu viðhorfsgreina í vefútgáfu blaðsins, sú fyrri er enn í fyrsta sæti en sú síðari í sjöunda sæti.

Það er enn hægt að skrifa athugasemdir við þær báðar.