miðvikudagur, 29. október 2008

Velkomin á fætur

Utanríkisráðherra fór í viðamikla heilaskurðaðgerð í New York skömmu áður en allt fór til fjandans í efnahagslífi landsins. Kannski fékk hún fréttirnar af ástandinu svona þegar hún vaknaði úr svæfingunni:

"Kæra frú, aðgerðin gekk vel en það eru hins vegar svolitlar fréttir af landinu þínu. Fjármálakerfið er í rúst, allir bankarnir gjaldþrota, þjóðin raunar öll á barmi gjaldþrots ef út í það er farið. Svo er víst búið að veðsetja hverja fjölskyldu um marga tugi milljóna samkvæmt nýjustu fréttum. Þessu til viðbótar hafa Bretar sett á ykkur hryðjuverkalög og æra þjóðarinnar fótum troðin og horfin um langan aldur. Að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel. Vertu velkomin á fætur."