fimmtudagur, 3. september 2009

Hið huglæga sjálfstæði - önnur prentun komin

Svo óheppilega vildi til að doktorsrannsókn mín, sem kom út í bókinni Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar í júní sl., seldist upp fyrir skömmu og hef ég af nokkrum verið húðskammaður fyrir þann vesaldóm að láta undir höfuð leggjast að fylla á búðirnar. Á því biðst ég velvirðingar. En nú er önnur prentun bókarinnar loksins komin glóðvolg í Bóksölu stúdenta og Eymundsson í Austurstræti svo vonandi geta áhugasamir nælt sér í eintak.