þriðjudagur, 25. ágúst 2009

Pat "the Cope" Gallagher

Nokkurs misskinings hefur gætt um hlutverk Pat "the Cope" Gallagher í samningaviðræðum ESB við Ísland. Hann verður ekki aðalsamningamaður ESB gagnvart Íslandi heldur pólitískur fulltrúi Evrópuþingsins í samningaviðræðunum. Það verður svo í höndum framkvæmdastórnar ESB að sjá um sjálfa samninganna og ráðherraráðið sem hefur lokaorðið. Eigi að síður eru það í sjálfu sér merkilegar fréttir að Pat hafi verið valinn til verksins. Ég ræddi það við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöldi.