miðvikudagur, 5. ágúst 2009

Fullveldi, - já fullveldi

Þeir á Vefritinu sem finna má hér á Eyjunni tóku við mig ítarlegt viðtal í tilefni af doktorsrannsókn minni sem kom út fyrr í sumar í bókinni Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar - áhrif þjóðernishugmynda á Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda. Sýnishorn af bókinni er hér en viðtalið má finna hér. Bókin fæst svo keypt í Bóksölu stúdenta og Eymundsson í Austurstræti.