mánudagur, 10. ágúst 2009

Samningsmarkmið

Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum.

Á þessum orðum hefst þriggja greina flokkur sem ég tók saman um samningsmarkmið í komandi aðildarviðræðum við ESB og birtist í Fréttablaðinu neðangreinda daga.

Nr. 1 - Sjávarútvegur (29. júlí)
Nr. 2 - Landbúnaður og byggðaþróun (31. júlí)
Nr. 3 - Peningamálasamstarf (7. ágúst)