þriðjudagur, 3. nóvember 2009

Erindi: Will Iceland make it to the EU?

Vel fer á því að Stefán Haukur Jóhannesson leiði aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið fyrir okkar hönd. Hann er enda einn okkar reyndasti og öflugasti embættismaður. Er nú sendiherra okkar í Brussel og gjörþekkir hina flóknu þræði í embættismannaveldi ESB.

En mun Ísland ná inn í ESB? Það er hins vegar með öllu óvíst, sér í lagi vegna andstöðu hér innanlands sem grundvallast ekki síst á afstöðu okkar til fullveldisins, eins og ég ræddi í erindi við Tækni og vísindaháskólann í Þrándheimi (NTNU) í síðustu viku, sjá glærur hér: Will Iceland make it to the EU?