Íslensk stjórnmálahefð mótaðist að miklu leyti í sjálfstæðisbaráttunni og sú orðræða sem þá varð til lifir enn góðu lífi í íslenskri stjórnmálaumræðu. Grundvallarhugmynd þjóðernisstefnunnar var að íslensk þjóð ætti að vera frjáls og fullvalda í eigin landi. Sjálfstæðið varð hið endanlega markmið frelsisbaráttunnar og Íslendingar litu á fullveldið sem einhvers konar endurreisn þjóðveldisins. Þrátt fyrir að sjálfstæðisbarátta Íslendinga stæði í nánu samspili við álíka hugmyndafræðilegar hræringar í Evrópu virtust Íslendingar líta svo á að sjálfstæðisbaráttan væri að vissu leyti séríslenskt fyrirbæri. Fullveldið og þjóðin urðu að grundvallarhugtökum í íslenskum stjórnmálum.
Svona hefst fræðigrein eftir mig sem finna má í ritinu
Rannsóknir í félagsvísindum X, sjá hér:
Er Ísland fullvalda?
Afar einfölduð niðurstaða er sú að Ísland sé í raun alveg jafn fullvalda og önnur lýðfrjáls ríki Vesturlanda en að hugmyndir Íslendinga um fullveldið sem þróuðust í sjálfstæðisbaráttunni séu sumpart íhaldssamari heldur en gerist og gengur víða annars staðar.
Ég flutti svo samhljóða erindi á Þjóðaspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag, sjá glærur
hér.