fimmtudagur, 25. júní 2009

Óvéfengjanleg sérstaða þjóðarinnar

Meginniðurstaða doktorsrannsóknar minnar í bókinni „Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar" er að orðræða sjálfstæðisbaráttunnar móti enn umræður um tengsl Íslands við önnur lönd.

Eitt þrálátasta stefið lýtur að óvéfengjanlegri sérstöðu þjóðarinnar sem gengur jafnt í gegnum umræður okkar Íslendinga um tengslin við NATO, EFTA, EES og ESB.

Í umræðunni um EFTA-aðildina á sjöunda áratugnum sagði Tómas Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, til að mynda: „Íslenzka þjóðin hefur óvéfengjanlega mikla sérstöðu meðal þjóðanna og jafnvel meðal þeirra þjóða, sem eru aðilar að EFTA. Það er eðlilegt, að tengsl Íslands við EFTA markist af þeirri sérstöðu.“ Með þessu móti vildi hann réttlæta margvísleg „sérréttindi" Íslandi til handa í samstarfinu.

Hér má sjá ágrip, formála, efnisyfirlit og inngang en bókin fæst einnig í Eymundsson í Austurstræti og Bókssölu stúdenta á háskólatorgi.