sunnudagur, 8. mars 2009

Norðurlöndin eru skilin

Athyglisverðar umræður hafa kviknað við grein mína í Guardian um norrænt samstarf. Sumir halda því fram að á Norðurlöndum sé að finna bestu samfélög í heimi á meðan aðrir eru lítt hrifnir af sósíalísku þjóðskipulagi velferðarríkjanna. Svo deila menn um hvort betra sé fyrir norrænu ríkin að vera fyrir innan eða utan ESB.

Í greininn held ég því fram að Norðurlöndin séu í raun skilin, í það minnsta að borði af sæng eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í ESB og skildu Ísland og Noreg eftir í EFTA.

Greinina er nú að finna á debat-síðu Guardian og öllum er frjálst að taka þátt í umræðunni með því að rita athugsemdir undir hana, - hér.