miðvikudagur, 8. júlí 2009

Fyrirvara verður að setja

Einkum tvennt gerir vanda Icesave-samkomulagsins illviðráðanlegan; hvorki er hægt að samþykkja það né hafna því. Við höfnun segir Ísland sig úr lögum við alþjóðasamfélagið með hörmulegum afleiðingum en með því að samþykkja þann nauðasamning sem íslensk stjórnvöld hafa gert við Breta og Hollendinga er þjóðin í heild sinni lögð að veði langt inn í framtíðina. Og jafnvel þótt vísir menn séu flínkir með reikningsstokkinn sinn er enn með öllu óvíst hvernig okkur mun reiða af næstu árin og hvort við verðum yfir höfuð borgunarþjóð fyrir þessum ógnarskuldum. Þessi er togstreitan í málinu.

Svona hefst grein mín í Fréttablaðinu í dag, sjá hér.