sunnudagur, 20. apríl 2008

Stórhættuleg útlensk matvæli

Sit á kaffihúsi hér í Kaupmannhöfn og ráfa um netið. Kíkti aðeins á Silfur Egils á Rúv-vefnum og fékk að vita hjá Bjarna Harðarsyni og Ögmundi Jónasyni að matvæli í útlöndum væru stórhættuleg. Maður væri í bráðri hættu að sýkjast af salmonellu og allskonar óþverra ef maður léti útlenskt kjöt inn fyrir varir, - hvað þá háskavöru á borð við egg. Ég veit ekki hvort ég þori lengur að panta mér hádegisverðinn, örugglega einhver gegnumsýktur andskoti. Kannski ég verði bara að fá sviðakjamma sendan að heiman.