mánudagur, 28. apríl 2008

Ólgandi bólga

Það er verðbólga, seðlabankinn sem á gæta verðbólgumarkmiðs ráðalaus að því er sumir segja. Þetta er ekki náttúrulögmál.

Í stað þess að hækka stýrivexti út í það óendanlega, sem hvort eð er hafa engin áhrif í opnu hagkerfi sem þar að auki byggir á verðtrygginu vaxta, væri til að mynda hægt að aflétta tollum á innflutt matvæli, lækka vörugjöld, leggja af ýmiskonar tæknilegar viðskiptahindranir, lækka gjaldskrá hins opinbera á margvíslegri þjónustu, draga úr skattheimtu á brennivín og bensín og þess háttar.

Það þarf ekki doktorspróf í hagfræði til að skilja að það má margt gera til að snúa verðbólgudrauginn niður ef vilji er fyrir hendi.

Hvers vegna er það þá ekki gert?