þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Hrein torg, fögur borg

Ég er ekki frá því að það eina sem fráfarandi borgarstjóri gerði af almennilegu viti var að ráða Jakob Frímann Magnússon sem Miðborgarstjóra. Allavega er miðborgin mun betur hirt en áður, veggjakrot á undanhaldi og færri hús í niðurníðslu. Ég myndi ráðleggja Sjálfstæðismönnum að halda í Jakob og Græna herinn hans.