fimmtudagur, 14. maí 2009

Brown's Icelandic blame game

Af einhverjum undarlegum ástæðum grípur Gordon Brown gjarnan til þess að ráðast á Ísland þegar hann lendir í pólitískum vanda heima fyrir. Í síðustu viku laug hann því til að mynda að breska þinginu að íslensk stjórnvöld bæru ábyrgð á fjárhagsvanda krabbameinssjóðs Christies-sjúkrahússins í Manchester.

Í nýrri grein í Guardian bendi ég á að setning hryðjuverkalaganna hafi átt hlut í falli Kaupþing Singer&Friedlander og því sé vandi Christies ekki síst honum sjálfum að kenna. Þetta sé því smánarleg tilraun til að þvo hendur sínar af eigin ábyrgð.

Í greininni minni ég einnig á að með setningu hryðjuverkalaganna hafi bresk stjórnvöld ekki aðeins fryst eignir Landsbankans, heldur einnig tekið yfir skuldbindingar hans í Bretlandi, - þar með taldar Icesave-skuldbindingarnar.