mánudagur, 4. maí 2009

Ekki hægt að lauma umsókn framhjá VG

Það er ekki rétt sem fréttavefur Rúv segir, að umæli Olli Rehn í fréttum í kvöld séu andstæð því sem ég hélt fram í bloggi fyrir fáeinum dögum, þegar ég benti á - hér og hér - að ekki gangi fyrir Samfylkinguna að lauma aðildarumsókn framhjá samstarfsflokknum á þinginu og samþykkja aðildarumsókn að ESB með fulltingi Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar. En slíkt var lagt til í umræðunni fyrir viku.

Stækkunarmálastjórinn tók það skýrt fram í fréttinni að ríkisstjórnin sem slík yrði auðvitað að standa að umsókninni. Öðru máli gegni hins vegar um það að einstaka ráðherrar séu á öndverðu meiði. Orðrétt sagði Rehn: "If the government decides to apply and the parliament endorses then of course we will negotiate."

Þetta er afar skýrt, við komumst auðvitað ekki framhjá því að ríksstjórnin sem sem slík ákveði að sækja um aðild. Ein leið til þess væri að VG myndi samþykkja að láta þingið afgreiða málið. Og kjósi meirihluti þingheims að sótt verði um aðild, setji flokkurinn sig ekki upp á móti því að ríkisstjórnin sendi inn umsókn. Þá væri kominn fram nægjanlegur trúverðugleiki.

Hins vegar, ef menn ætla sér að reyna það sem rætt var fyrir viku, að senda inn umsókn gegn vilja VG, þá er ekki aðeins umsóknin fyrir bí heldur stjórnarsamstarfið væntanlega líka.