fimmtudagur, 30. apríl 2009

Já, sei, sei

Áhugaverðar umræður um stöðu Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin og Bretland hafa spunnist í athugasemdum við grein mína í Guardian um daginn.

Sá sem nefnir sig Marat segir að Bretar ættu að læra íslensku og losa sig við eigin ríkisstjórn.

Einhver sem kallar sig physiocrat segir að varla geti verið flókið að reka ríki sem er aðeins á stærð við hverfi í London.