þriðjudagur, 7. apríl 2009

Eldhúsþras

Í eldhúsdagsumræðum nú áðan benti nýkjörinn fomaður Sjálfstæðisflokksins á að krónan hafi fallið um tíu prósent frá því að minnihlutastjórnin tók við völdum, og taldi það til vitnis um lélega efnahagsstjórn. Hann lét þó vera að segja frá því, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda árið 1991 kostaði dönsk króna tíkall, þegar flokkurinn fór frá völdum nú í febrúar var hún komin yfir tuttugu krónur, semé orðin hundrað prósent dýrari. Er þetta í alvörunni boðlegur málflutningur?