Aðalsteinn Leifsson heldur því fram í Morgunblaðinu í dag að ég hafi rangt fyrir mér í bloggi þegar ég benti á að Evrópusambandið geti trauðla hafið aðildarviðræður við ríkisstjórn sem er klofin í afstöðunni til Evrópusambandsaðildar. Hann tekur dæmi af Svíþjóð máli sínu til stuðnings, þar hafi einstakir ráðherrar verið andvígir aðild. En hann misskilur.
Auðvitað er ekkert því til fyirstöðu að semja við ríki þar sem einstaka ráðherrar og hinir og þessir þingmenn eru á móti ESB-aðild. Það er alvanalegt. Hins vegar er ómögulegt að semja um ESB-aðild við samsteypustjórn tveggja flokka þar sem annar stjórnarflokkurin berst eins og ljón gegn aðild. Það segir sig eiginlega sjálft. Slíkur viðsemjandi er ekki trúverðugur.
Í slíku tilfelli er illmögulegt fyir framkvæmdastjórn ESB að mæla með því við ráðherraráðið að hefja samninga. Ríkisstjórn Íslands kemst einfaldlega ekki framhjá því að leysa málin innan eigin raða áður en hún sendir umsókn til Brussel. Svo einfalt er það nú. Kapp er best með forsjá.