föstudagur, 3. apríl 2009

Sumarnám á Bifröst

Nokkur umræða hefur spunnist um þá kröfu nemenda að háskólarnir í landinu bjóði upp á sumarnám til að mæta alvarlegu ástandi í atvinnumálum þjóðarinnar. En einn er sá háskóli í landinu sem hefur um árabil boðið upp slíkt nám, - það er Háskólinn á Bifröst. Minnsti háskóli landsins býður mest framboð sumarnáms.

Þessu hafa fjölmiðlar af einhverjum völdum gleymt.

Til að mynda geta nemendu skellt sér í Meistaranám í Evrópufræðum sem hefst í júlí, með sex vikna sumarönn. Svo tekur við fjarnám í haust og vor, sem stutt er vinnuhelgum á Bifröst, svo önnur staðnámstörn næsta sumar.