Guardian birtir í dag nýja grein eftir mig um niðurstöður kosninganna hér á landi: Iceland puts paid to Viking capitalism.
Í greininni er sagt að í kosningaúrslitunum komi fram einskonar uppkjör við Víkinga-kapítalismann sem rekinn hafi verið hér á landi. Greint er frá vanda ríkisstjónarflokkanna við að hnoða saman samkomulagi í Evrópumálunum og bent á að fyrri ríkisstjórn á Íslandi hafi verið sú fyrsta sem kjósendur höfnuðu í kjölfar alþjóðlega fjármálahrunsins.
Spurt er hvort sitjandi ríkisstjórnir í öðrum ríkjum, til að mynda stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, geti hlotið sömu örlög.
Minni á að hægt er að rita athugasemdir undir greinina.