þriðjudagur, 14. apríl 2009

Hvorki stjórnlagaþing né persónukjör

Ekki kemur á óvart að stjórnlagaþingið hafi dagað uppi á þingi, alveg eins og loforðið um persónukjör. Eina spennan var hvernig gefin fyrirheit yrðu höfð af þjóðinni. Það varð semsé með hefbundnu málfþófi og almennri pólitískri eftirgjöf. Nú segjast þeir ætla að koma á ákvæði um stjórnlagaþing eftir kosningar. Við trúum því rétt mátulega. Þingmenn munu að líkindum finna leið til að láta málið koðna niður.