laugardagur, 17. maí 2008

Fjögur fræknu

Ég hef tekið eftir í fjölmiðlum að Páll Óskar talar gjarnan um hin fjögur stóru ríki í Evrópu í tengslum við Evróvisjón keppnina og nefnir þá til sögunnar Bretland, Þýskaland, Frakkland og Spán. Þessi ríki teljast vissulega til stærri ríkja í Evrópu en eru alls ekki ein í þeim hópi.

Einhverra hluta vegna nefnir Páll Óskar ekki Pólland sem er svipað að mannfjölda og Spánn og ekki heldur Úkraínu sem er mun fjölmennara. Þá fær langstærsta ríkið, Rússland, ekki að vera með í upptalningunni og heldur ekki Tyrkland sem er nálega tvöfallt fjölmennara en Spánn. Í landfræðilegum skilningi eru Rússland og Tyrkland aðeins að hluta til í Evrópu - eins og Ísland - en eigi að síður fullgildir þátttakendur í söngvakeppni Evrópu.

Ég átta mig því ekki almennilega á hverju þessi skipting byggir. Kannski er ég eitthvað að misskilja þetta.