fimmtudagur, 8. maí 2008

Royal með osti

Hef ekki getað varist kjánahrollinum sem hríslast um mig í hvert sinn sem fréttir berast af heimsókn danska kóngafólksins sem hér er í túristaferð. Þetta er óttalega tilgangslaust prjál.

Ég hef búið bæði í Danmörku og Noregi og veit að margir hafa áhuga fyrir þessu liði, þótt ég hafi aldrei skilið hvers vegna. Konungsfjölskyldur Norðurlanda eru arfleið kúgunar.

Þótt kóngalið Norðurlanda myndi allt leggja niður störf (er það annars starf að vera royal?) þá er mér til efs að það myndi hafa áhrif á nokkurn mann. Þetta er með öllu óþarft.

Og bara svo því sé til haga haldið, þá á það sama við um íslenska forsetaembættið. Ólafur hefur svo sem staðið sig ágætlega, - en embættið er eigi að síður óþarft.