fimmtudagur, 5. júní 2008

Dvergurinn og hafið

Willem Buiter, hinn frægi prófessor við LSE í London, segir að Bretland sé eins og Ísland, einn risastór vogunarsjóður og að breska pundið sé orðið of lítið fyrir hið risavaxna fjármálakerfi Bretlands, sem þó sé hlutfallslega minna en íslenska fjármálakerfið.

Buiter ritar áhugaverða grein í FT, þar sem staða Bretlands og Íslands er meðal annars borin saman við Ameríku og evrusvæðið.