miðvikudagur, 4. júní 2008

Ísbjarnarblús

Einar sonur minn er æfur af reiði yfir að ísbjörninn skuli hafa verið felldur í gær. Þótt hann sé aðeins átta ára er hann alveg klár á að ekki hafi þurft að drepa dýrið, segir að það hafi einfaldlega átt að svæfa björninn og fylgja honum svo heim til sín.

Því er er hér með komið á framfæri.