mánudagur, 23. júní 2008

Festum krónuna við ankeri

Sú tilraun sem gerð var í mars 2001 að setja krónuna á frjálst flot og stýra peningamálastefnunni eftir verðbólgumarkmiði hefur mistekist. Gjörsamlega. Langtímavandinn er ærinn og hann þarf vissulega að leysa en þangað til virðist mér eina ráðið í stöðunni að festa krónuna við ankeri, til að mynda að festa hana við evru á genginu 100. Þannig mætti rétta ástandið við til skamms tíma, á meðan yfirvöld greiða úr langtímastöðunni. Afleiðingarnar af virðishruni krónunnar eru einfaldlega of alvarlegar til þess að þeir sem véla um efnahagsmál í þessu landi geti áfram skellt skollaeyrum við.