laugardagur, 7. júní 2008

Áfram Króatía

Þá er veislan að hefjast. Mínir menn, Króatar, leika sinn fyrsta leik á morgun, gegn Austurríki, öðrum gestgjöfum keppninnar.

Ég hef haldið með Króötum síðan 1997 þegar ég var á ferðalagi um landið og féll fyrir landi og þjóð. Ekki skemmir fyrir að þá kynntist ég manni sem stóð í ströngu í stórnarandstöðu og naut lítils fylgis, gekk hálfgerða eyðimerkugöngu í króatískum stjórnmálum á þeim tíma. Sá heitir Stipe Mesic og varð síðar forseti Króatíu og er enn, áður hafði hann verið síðasti forseti gömlu Júgóslavíu. Ég kynntist Stipe í gegnum góðan vin minn, Vladimir Prawn, sem þá var aðstoðarmaður hans. Það er því ekki hægt annað en að halda með Króötum, sér í lagi þar sem Danir eru ekki með að þessu sinni.

Ég á von á að Króatar muni standa sig vel og hafa alla burði til að velgja stóru þjóðunum undir uggum.