Í framhaldi af skrifum mínum í Guardian um daginn hef ég verið beðinn að leggja þeim til greinar af og til. Í dag birtist eftir mig ný grein sem finna má hér.
Í greininni í dag held ég því fram að ólögleg beiting hryðjuverkalaganna hafi í raun orðið til þess að breska ríkisstjórnin hafi þar með tekið yfir skuldbindingar Landsbankans í Bretlandi, - þeirra á meðal allar skuldbindingar varðandi Icesave reikningana alræmdu. Þá bendi ég á, að sé það rétt að breska ríkisstjórnin vinni að því að koma í veg fyrir lánveitingu IMF til Íslands, geti það þvingað íslensk stjórnvöld til að taka evru upp einhliða, semsé í andstöðu við vilja Evrópusabandsins.
Mig langar til að benda á að hægt er að rita athugsemdir við greinina á vef Guardian, hvet fólk raunar til að gera það.