... sagði forsætisráðherra Íslands í viðtali við fjölmiðla í hádeginu í dag, aðspurður um lán sem Pólverjar hyggjast veita Íslandi.
Eru þetta í alvörunni boðleg vinnubrögð?
Maður er farinn að fá á tilfinninguna að stjórnvöld hafi ekki hugmynd um hvað er gerast, að þau viti ekkert meira en við hin, hringlist bara í andateppu um ráðlausa og dáðlausa hirð sína í súrefnislausum skrifstofum.
Röð mistaka og klaufalegra ummæla valda því fólk er við það að missa trúna á hinum háu herrum, sem vanhæfnin einhvern vegin skín af í spegli fjölmiðlanna.
Hver er eiginlega við stýrið?