fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Ekki borga

Nú ríður á að menn standi í lappirnar og láti ekki kúga sig til að greiða fyrir Icesave-hneykslið. Þegar breska ríkisstjórnin setti hryðjuverkalög á Landsbankann þá tók hún í raun yfir ábyrgðina á skuldbindingum bankans í Bretlandi.

Ísland má ekki láta kúga sig til að greiða fyrir þessa árans dellu, til þess eins að fá gott veður hjá IMF. Betra væri að búa við gjaldeyrisskort heldur en að skuldsetja næstu kynslóðir útaf sprikli einkafyrirtækis í útlöndum.

En um leið og við neitum að borga verður auðvitað að leysa stjórn og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans frá störfum, þessar stofnanir bera ábyrgð á því að hafa ekki stoppað vitleysuna af á sínum tíma. Sem eru svo sannarlega afglöp í starfi.