miðvikudagur, 3. desember 2008

Ný grein í Guardian: Caught in Europe's net?

The Guardian bað mig um að fjalla um þá umræðu sem fram fer á Íslandi um hugsanlega Evrópusambandsaðild.

Í dag birtist eftir mig grein þar sem ég held því fram að sérstakur skilningur Íslendinga á fullveldi sínu geri það að verkum að leiðin inn í Evrópusambandið kunni að verða grýttari en menn gætu ef til vill haldið.

Eins og fyrr er hægt að rita athugasemdir undir greina.

Greinin er hér.