miðvikudagur, 3. desember 2008

Við borgum ekki, nei við borgum ekki

Í byrjun ágúst ritaði ég grein 24 stundir sálugu sem hét Við borgum, já við borgum. Greinin fjallaði um ógnargreiðslur sem þá þegar höfðu verið lagðar á almenning vegna eitraðrar tengingar verðbólgu og verðbóta. Eins og sjá má í greininni sá ég ekki fallið fyrir frekar en aðrir en nú sýnist mér að komin sé fram hreyfing almennings sem gæti heitið Við borgum ekki, nei við borgum ekki.