mánudagur, 8. desember 2008

Skemmtileg bók Barkar

Lauk nýverið við nýja bók Barkar Gunnarsson, Hvernig ég hertók höll Saddams. Ég mun fjalla nánar um bókina á öðrum vettvangi en í hnotskurn má segja að þetta sé læsileg, skemmtileg og áhugaverð bók. Einn þráður sögunnar er samband hans við unnustuna sem situr í festum heima á Íslandi á meðan sögumaður stríðir í Írak. Ástarsagan er að mínum dómi áhugaverðasti hluti bókarinnar en þar má finna ljúfsáran trega og að því er virðist sjaldgæfa einlægni í riti af þessu tagi. Ritstíll Barkar kemur einnig best út í lýsingum hans á viðureigninni við ástina, - berorður og blátt áfram. Meira síðar.