mánudagur, 19. janúar 2009

Framsókn boðar breytta tíð

Kjör Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í embætti formanns Framsóknarflokksins er ekki aðeins fyrirboði um breytta tíma í Framsóknarflokknum, á grundvelli gamalla gilda sem gleymdust um hríð, heldur lýsir það enn fremur kröfu fólks um að borð stjórnmálanna verði hreinsað.

Svo virðist sem stjórnmálastéttin átti sig ekki á hvað undiraldan er þung, eftir slíkt kerfishrun sem orðið hefur á Íslandi er komin fram sívaxandi krafa um að þeir sem véluðu um stjórnmál með þessum afleiðingum eigi að að víkja, hvar svo sem í flokki þeir standa, þótt ábyrgðin sé vissulega mismikil.

Framsókn hefur hreinsað sitt borð. Ef ég skynja ástandið rétt þá mun þrýstingurinn aukast á forystu annarra flokka í kjölfarið.