föstudagur, 23. janúar 2009

Mótmælum verði frestð

Hvað svo sem menn vilja meina að öðru leyti hefur Geri H. Haarde reynt að vinna þjóð sinni gagn. Nú á hann við alvarleg veikindi að stríða og hefur lýst yfir afsögn sinni. Og þrátt fyrir alla þá atburði sem hafa dunið á þjóðinni undanfarið skuldum við honum þá sjálfsögðu kurteisi að veita honum frið til að hnýta lausa enda. Kosningar verða að öllum líkindum 9. maí og þar með hefur meginkrafa mótmælanna verið uppfyllt. - Því er mótmælum sjálfhætt nú, allvega í bili.

Það væri nú meiri skepnan sem ætlaði sér að níðast á veikum manni sem þegar hefur sagt af sér og að auki boðað til kosninga eins og óskað var eftir.

Uppfært 15:45:

Það eru svona ummæli sem gera mann sorgmætan. Þessi maður ætti nú frekar að fara heim og skammast sín.