Veðrið hér í Berlín hefur ekki verið neitt sérstakt undanfarið. Hvorki heitt né kalt. Lítið sést til sólar en ekki heldur nein úrkoma að ráði. Raunar fullkomið veður fyrir mann sem hvort eð er situr sem fastast við skriftir.
Á morgun fer ég svo áfram til Ljubljana. Verð á þessari ráðstefnu, ef einhver hefur áhuga á að kynna sér efni hennar.
Þrátt fyrir augljóst landfræðilegt óhagræði þarf ég að millilenda á Standsted flugvelli, sem ég hlakka nú ekkert sérlega til. En svona er það víst, þegar maður á hvorki einkaflugvél né almennilega þyrlu.