Vissulega tíðindi að Pétur Gunnarsson sé horfinn úr stýrisbrúnni á Eyjunni. Í raun er dálítð magnað hvað tekist hefur að gera þennan vef að öflugum fjölmiðli. Eiginlega upp úr engu. Veit að Eyjan er fyrsti viðkomustaður margra á daglegum vefrúnti.
En það er ekki síður merkilegt að Hallgrímur Thorsteinsson, margreindur fjölmiðlamaður, taki nú við ritstjórninni. Kannski er það til merkis um að vefmiðlar eru loksins orðnir alvöru fjölmiðlar, á pari við prent- og ljósvakamiðla.
Strikið.is var um liðin aldamót stórmerkileg tilraun til að búa til alvöru fjölmiðil á netinu, en var líkast til of snemma á ferðinni. Hvorki tæknin né tíðarandinn var tilbúinn. En Eyjan hefur hins vegar alla burði til að festa sig í sessi.
Við fylgjumst allavega spennt með.