fimmtudagur, 31. júlí 2008

Iceland express bætir ekki skaðann

Um daginn sagði ég hér á síðunni frá vandræðum mínum vegna seinkunnar á flugi Iceland express til London. Nálega tíu tíma seinkunn varð til þess að ekkert varð af fundi sem ég hafði skipulagt með kollegum sem komu sérstaklega frá meginlandi Evrópu. Þeir voru farnir þegar ég loks kom. Því fór ég fram á að Iceland express myndi koma mér á nýjan leik til London án frekri útgjalda, svo hægt yrði að halda fundinn.

Skemmst er frá því að segja að flugfélagið sá enga ástæðu til þess. Ég þarf því að bera tapið af seinkunn Iceland express alfarið sjálfur. Þeir vita væntanlega sem er að ég þarf hvort eða að kaupa annan miða og það er aðeins um tvo kosti að velja.