Nýverið birtist grein eftir mig í tímaritinu Herðubreið þar sem gerð er tilraun til að greina þann mun sem er annars vegar á EES og hins vegar á fullri aðild að ESB.
Inngangurinn er svona:
Stundum fylgir því dulítill vandi að ræða um Evrópumál á Íslandi. Ekki aðeins vegna þess að þekking á málaflokknum er almennt það lítil að auðvelt er fyrir slóttuga stjórnmálamenn að afvegaleiða umræðuna með röngum fullyrðingum og raunar hreinum og klárum blekkingum eins og stundum er gert heldur einnig vegna þess að Evrópuumræðan hér á landi fylgir göngulagi íslensku hagsveiflunnar nokkuð náið.
Þegar vel gengur í efnahagslífinu hafa fáir áhuga á Evrópumálum en þegar illa árar fara menn fyrst að velta fyrir sér kostum Evrópusamstarfs. Sú umræða sem nú stendur yfir gaus upp í kjölfarið á gengishruni íslensku krónunnar í febrúar 2006. Síðan þá hafa Evrópumál á Íslandi verið rædd á forsendum evrunnar, sameiginlegri mynt fimmtán Evrópusambandsríkja.
Eftir því sem erfiðleikarnir hafa aukist í efnahagslífnu hefur skertpst á Evrópuumræðunni og er nú svo komið að þrýstingurinn á upptöku evru í stað krónu er að verða óbærilegur að sumra mati. Vofa verðbólgu gengur nú ljósum logum um samfélagið og þurrkar upp peningaveski landsmanna á meðan ógnarháir vextir stigmagna skuldastöðu heimilanna á degi hverjum. Því er kannski ekki nema von að Evrópuumræðan sækir nú í sig veðrið sem aldrei fyrr.
Greinin í heild sinni er hér.