sunnudagur, 6. júlí 2008

Hælisleit í vikulok

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gerir á bloggsíðu sinni athugasemd við greiningu mína á stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda, sem fram hafði komið í fréttum Sjónvarps. Ég var spurður út í aðfinnsluefni Björns í Vikulokum Hallgríms Thorsteinssonar á Rúv í gær. Áhugasamir geta nálgast þáttinn og svar mitt við gagnýrni ráðherrans hér.

Með mér í þættinum voru Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri.